Hætta er á að gengi krónunnar veikist aftur nú í júní ef vandamál vegna vaxtagjalddaga verða ekki leyst sem fyrst segir í nýrri spá IFS greiningar. ,,Ef núverandi ástand með háum vaxtagreiðslum úr landi verður viðvarandi er hætta á að gengi krónu verði veikt til lengri tíma. Við höfum endurskoðað spá okkar um þróun krónunnar og gerum ráð fyrir að gengið verði um 7% veikara að meðaltali en í fyrri spá og að gengisvísitalan verði 201 stig að meðaltali árið 2009," segir í spánni.

Samhliða veiku gengi mun verðbólgan lækka hægar segir í spá þeirra. Þeir gera ráð fyrir að verðbólgan yfir árið verði 3% í stað 2% áður. Einnig hafa þeir gert fráviksspá þar sem þeirð gera ráð fyrir að vandamál vegna vaxtagjalddaga verða leyst en þar gerum þeir ráð fyrir sterkara gengi og lægri verðbólgu.