Í Efnahagsfregnum KB banka að þessu sinni er reynt að leggja á mat á áhrif af lækkun hlutabréfaverðs á síðustu vikum á efnahagslífið og framvindu á öðrum mörkuðum. Við fyrstu sýn virðist sem hræringar á hlutabréfamarkaði muni hafa afar takmörkuð áhrif á efnahagslífið. Raunin er samt sú að hlutabréfamarkaðurinn skiptir verulegu máli og lækkunarhrinan síðustu vikur mun hafa mun djúpstæðari áhrif en marga grunar. Staðreyndin er sú hlutabréfamarkaðurinn hefur töluverð áhrif á efnahagslífið í gegnum væntingamyndun, hagnað banka- og fjármálafyrirtækja auk gengi krónunnar. Ennfremur hefur hlutabréfaverð ? hérlendis og erlendis ? oft spáð fyrir um efnahagsþróun 1-2 ár fram í tímann.

Nánari umfjöllun um Efnahagsfregnir Greiningardeildar er inni á vef KB banka.