Bæði tölvuöryggisfyrirtækið Symantec og greiningarfyrirtækið Gartner vara fyrirtæki við því að nota Netsímaþjónustu Skype sökum þess að öryggismálum tölvukerfa sé stefnt í hættu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals. Í nýrri skýrslu Symantec er vakin athygli á miklum áhuga á IP-símtölum, ekki síst í ljós kaupa Ebay á Skype, en jafnframt bent á að þetta sé tækni sem tölvuþrjótar séu farnir að sýna mikinn áhuga.

Því telja skýrsluhöfundar að aðeins sé tímaspursmál hvenær alvarlegar árásir verði gerðar á VoIP-tölvukerfin.