Sérfræðingar hjá JPMorgan telja að ný Bitcoin bóla sé mögulega að hefjast. Þetta kemur fram á vef Bloomberg .

„Síðustu daga hefur raunverð rafmyntarinnar farið yfir jaðarkostnaðinn. Þessi munur milli raunvirðis og innra virðis minnir talsvert á bóluna árið 2017," rituðu sérfræðingarnir.

Bitcoin hækkaði um 17% í fyrstu viðskiptum á Asíumarkaði í gær.

Í desember 2017 náði Bitcoin hámarki sínu sem var 19.000 dollarar en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinnn niður í 4.000 dollara. Bitcoin náði sér síðan aftur á strik í apríl síðastliðnum þegar verðið náði 5.000 dollurum. Verðið á gjaldmiðlinum nú er um það bil 7.800 dollarar þegar þetta er ritað.