Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa skilað til iðnaðarráðuneytisins umsögn um drög að orkustefnu fyrir Ísland. Fram kemur að samtökin telja drögunum verulega áfátt. Greiningar skorti, umfjöllun sé ómarkviss, engin tilraun gerð til að meta árangur þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið og ályktanir byggðar á veikum grunni.

Fjallað er um umsögn SA og SI á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins .

„Samtökin telja hins vegar mikilvægt að mótuð sé orkustefna til framtíðar sem skapi vissu og stöðugleika fyrir þá sem virkja og nýta orkulindirnar. Nauðsynlegt er að festa ríki um lengd samninga um nýtingu orkulinda. Nýtingartími sem er einungis 25-30 ár er allt of skammur hvort sem litið er til vatnsafls eða jarðvarma og kallar á hækkun orkuverðs auk þess sem erfitt verður að fá fjárfesta til að byggja upp rekstur hér á landi. Mikilvægt er að almennum fjárfestum verði gert kleift að taka þátt í uppbyggingu orkuvera hér en að ábyrgðin liggi ekki alfarið á ríki og sveitarfélögum,“ segir í fréttinni.

Frétt og umsögn SA og SI má lesa hér .