Í greiningu Capacent er verðmæti Össurar metið á 340 krónur á hlut en gengi félagsins við lokun markaði í gær var 464 krónur. Bréfin eru samkvæmt því ofmetin um 36%.

Gengisstyrking krónu er sögð hafa neikvæð áhrif á arðsemi Össurar. Sala og framlegð hafi verið í lægri kantinum miðað við væntingar en kostnaður og kostnaðarhlutföll mun hærri. EBIDTA hafi því lækkað um 2 prósentustig úr 18% í 16%.

Ennfremur að verðmatskennitölur Össurar séu vel fyrir ofan samanburðarfélög. V/H-hlutfall Össurar er um 41,3 en það segir hversu hátt verð fjárfestar eru tilbúnir að greiða í hlutfalli við hagnað. Miðgildi V/H-hlutfalls samanburðarfélaga er um 28,9. Samanburður annarra kennitala segir einnig sömu sögu og talið er að yfirtökuálag sé að finna á bréfum Össurar