Tveir af hverjum þremur rekstraraðilum í íslenskri ferðaþjónustu telja raunhæft að lengja starfstímann ár hvert frá því sem nú er. 87% taka nú þegar við ferðamönnum einhvern tíma utan háannatíma en aðeins 60% taka við ferðamönnum allt árið. Flestir eru sammála um að auka þurfi markaðssetningu til að lengja ferðamannatímann eða 35%. 12% telja að samgöngur þurfi að bæta og 8% telja þörf á aukinni þjónustu. Þetta er niðurstaða netkönnunar í sambandi við markaðsátakið Ísland allt árið til að efla heilsársferðaþjónustu.