Að sögn Mats Josefsson er heppilegt að ríkisstjórnin íhugi að koma á fót sjálfstæðu eignarhaldsfyrirtæki er fari með eignarhald ríkisins í bönkunum, m.a. til þess að tryggja faglega og gagnsæja meðferð hlutabréfa ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Einnig sé nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnina að íhuga hvernig best sé að haga eignarhaldi á bönkunum í framtíðinni.

Að sögn Mats er slíkt félag nauðsynlegt til að tryggja viðeigandi aðskilnað frá hinu pólitíska valdi.