Argentína steikhús
Argentína steikhús
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Kúabændur vilja hækka afurðaverða á næstunni og telja það rétt og eðlilegt skref. Segja þeir eftirspurn vera umfram framleiðslu eftir nautakjöti og ekki sé fýsilegt að auka framleiðslu sem því nemur.  Þá hefur aðfangaverð til búrekstrar hækkað verulega að undanförnu. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV.

Markaðsstaðan þannig í okkar tilfelli að eftirspurnin er meiri en framleiðslan um þessar mundir. Salan hefur verið jöfn og það virðast einfaldlega ekki vera nægileg framleiðsla í landinu til að anna henni. Það er trúlega ástæðan fyrir því að verðið er að þokast upp," segir Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda í samtali við RUV.

Sala á nautakjöti hefur hinsvegar dregist saman milli ára samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Landssambands kúabænda. Samkvæmt þeim tölum hefur sala á nautakjöti minnkað um 11,7% í júní 2011 samanborið við sama tíma fyrir ári. Þá hefur verð á nautakjöti hækkað um 20-20% undanfarið ár samkvæmt heimildum Vísi.

Eins og áður hefur komið fram mun verð á lambakjöti hækka mikið í haust. Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. Kúabændur hafa tekið undir undir þessa hækkun og telja innistæðu fyrir verðhækkun á nautakjöti.