Slitastjórn Glitnis segir ákveðins misskilings gæta í svörum úr Seðlabankanum við óskum slitastjórnar um undanþágu frá gjaldeyrishöftunum í tengslum við nauðasamning Glitnis. Slitastjórnin óskaði eftir undanþágunni 28. nóvember í fyrra. Slitastjórnin ítrekaði undanþágubeiðnina í bréfi dagsettu 27. ágúst á þessu ári. Svar barst ekki frá Seðlabankanum fyrr en 23. september síðastliðinn.

Í tilkynningu sem slitastjórnin birti á vef Glitnis í gær segir að hugsanlega gæti ákveðins misskilnings í svörum Seðlabankans gagnvart óskum slitastjórnarinnar. Hins vegar fagnar slitastjórnin því að í Seðlabankanum sé vilji til að ræða þau mál sem geti haft áhrif á fjármálalegan stöðugleika efnahagslífsins í tengslum við uppgjör Glitnis.

Ekki kemur fram í bréfinu um hvaða misskilning er um að ræða.