Hansa ehf. hefur fengið  framlengingu á greiðslustöðvun um þrjá mánuði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á þeim tíma vonast menn til að geta selt sína helstu eign sem er WH Holding Ltd. sem á knattspyrnufélagið West Ham.

Í úrskurði fyrir greiðslustöðvun kemur fram að sölufeli á West Ham sé þegar hafið. Gagnaöflun og gerð kynningarefnis sé að mestu lokið og u.þ.b. 4 vikur séu síðan byrjað var að hafa samband við mögulega kaupendur. Stór alþjóðlegur banki, Standard bank Plc., hafi verið fenginn til að annast söluna ásamt Novator Partners LLP. Fyrir dómi kom fram að félagið telur að framlenging á greiðslustöðvun félagsins geri það að verkum að sala á félaginu takist.

Miðað við veltutölur félagsins og reynslu manna á þessu sviði er verðmætið talið geta numið 200 til 240 milljónum punda.