Landsbanki Íslands hf. lítur svo á að með því að ganga að veðum í BG Holding ehf., sem er gert í beinu framhaldi af beiðni um greiðslustöðvun sem send var enskum dómstóli í gær, sé bankinn að sýna í verki stuðning sinn við stjórnunarteymin í Iceland Foods, House of Fraser, Aurum og Hamleys.

Samkvæmt tilkynningu bankans eru þau veð sem gengið hefur verið að eftirfarandi:

Þau veð sem um ræðir eru eignarhlutir BG Holding ehf. í eftirfarandi fyrirtækjum:

Matvöruversluninni Iceland Foods Group (13.73% hlutur)

Highland Group Holdings Limited sem rekur verslunarmiðstöðvar undir heitinu House of Fraser (34.90% hlutur)

Aurum Group sem rekur verslanir undir merkjum Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland (37.75% hlutur)

Corporal Ltd sem á leikfangaverslanir Hamleys (63.7%)