*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Innlent 22. febrúar 2020 15:03

Telja skylt að bjóða út framhaldsskóla

Hraðbraut kærði þjónustusamning ríkisins við menntaskóla. Ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins hefur verið leitað.

Jóhann Óli Eiðsson
Ólafur Johnson er eigandi Hraðbrautar.

Kærunefnd útboðsmála óskaði undir lok síðasta árs eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins meðal annars á því hvort menntaog menningarmálaráðuneytinu væri skylt að bjóða út kaup á þjónustu er varðar rekstur skóla og kennslu á framhaldsskólastigi.

Í úrskurðinum, sem birtur var nýverið, kemur fram að Hraðbraut ehf. hafi kært ráðuneytið, Verzlunarskóla Íslands, Tækniskólann og Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem þjónustusamningar við skólana hafi ekki verið boðnir út þrátt fyrir að fjárhæð þeirra sé yfir útboðsmörkum. Varakrafa Hraðbrautar kveður á um að ráðherra verði látinn sæta „fjárhagslegri ábyrgð“ á því að útboðið hafi ekki farið fram.

Spurningarnar til EFTA-dómstólsins eru alls fjórar og snúa meðal annars að því hvort það hafi áhrif á útboðsskyldu að endurgjald þjónustunnar sé ákveðið með fjárlögum. 

Stikkorð: Kærunefnd útboðsmála