Samkeppnisyfirvöld í Kína segja stóra erlenda bílaframleiðandendur hafa brotið samkeppnislög og okrað á viðskiptavinum sínum. Undir smásjánni eru bílar undir merkjum Mercedes Benz, BMW, Audi og reyndar Chrysler líka. Málið sem er í hámæli nú og snýr að þýska bílaframleiðandanum Daimler varðar verðlagningu á varahlutum í Mercedes-Benz C-class. Eins og breska útvarpið BBC lýsir málinu mun sá sem kaupir varahluti í Mercedes Benz C-class í Kína og setur saman bíl úr þeim geta allt eins keypt sér tólf slíka bíla þar sem svo mikið sé smurt á varahlutina.

BBC segir fleiri erlend fyrirtæki undir smásjá kínverska yfirvalda vegna hugsanlegra samkeppnisbrota, s.s. japanska bílaframleiðandann Toyota og Microsoft, fleiri tæknifyrirtæki, lyfjafyrirtæki og erlenda matvælaframleiðendur.