Verðbólga lækkar úr 6,5% í 6,2% í mánuðinum gangi verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka eftir. Deildin spáir því í að vísitala neysluverð hækki um 0,9% í mánuðinum, verðbólga hafi náð hámarki í bili og muni hún hjaðna í kjölfarið. Greiningardeildin segir líkur á að verðbólga fari í 6,0% í næsta mánuði en verði komin niður í 3,9% um næstu áramót. Að meðaltali er gert ráð fyrir 3,2% verðbólgu á næsta ári.

Þeir helstu þættir sem deildin segir hafa áhrif á vísitöluna eru útsölulok og verðhækkun á eldsneyti í mánuðinum. Á móti verði húsnæðisliðurinn óbreyttur á milli mánaða.

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,9% á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfar þess að verðbólga hjaðni muni gengi krónunnar líklega braggast með vorinu og kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga verða mun minni á fyrri hluta ársins en raunin var í fyrrasumar.

Morgunkorn Greiningar Íslandsbanka