Seðlabanki Íslands gerir ekki ráð fyrir í verðbólguspá sinni sem birt var í Peningamálum að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á næstu misserum. Á þessu ári er gert ráð fyrir að verðbólgan verði á bilinu 2,6-2,8% en fari svo hækkandi og verði yfir 3% árið 2015 og 2016. Er þetta þar sem bankinn gerir ráð fyrir að framleiðsluspenna fari að myndast árið 2015 í hagkerfinu.

Í þessu samhengi er rétt að geta þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en efri vikmörk eru 4%. Því gerir bankinn ráð fyrir að verðbólga verði innan efri vikmarka en nái ekki markmiði bankans.

Verðbólguspá Seðlabankans
Verðbólguspá Seðlabankans