Samtök atvinnulífsins telja vinnutíma launafólks vera atriði kjarasamninga og viðkomandi aðila á atvinnumarkaði, en ekki löggjafans. Þetta kemur fram í grein SA um frumvarp nokkurra þingmanna til styttingar lögbundinnar vinnuviku.

Frumvarpið miðar að því að stytta vinnuvikuna úr 40 niður í 35 klukkustundir á viku án þess að launakjör vinnufólks skerðist. Að mati SA myndi samþykkt frumvarpsins hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf.

Samtökin telja ólíklegt að brottfall 32 milljóna unninna vinnustunda myndi verða áhrifalaust - en tíminn jafngildir einjhverjum 16 þúsund árverkum. Samtökin telja sennilegt að launakostnaður vinnuveitenda myndi aukast um rúmlega 25% við breytinguna ef af henni verður.

Að mati SA myndi löggjöfin ekki draga úr yfirvinnu, en frumvarpið myndi ekki hafa nein áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Það er þessi aukning yfirvinnu sem myndi stóraukast ef frumvarpið yrði að lögum.