Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti í gær að formleg rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð í tengslum við útboð leigusamninga um afnot af ljósleiðara , áður í umsjá NATO, sem Vodafone tók þátt í  árið 2008. Stjórnendur

Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að fyrirtækið er ekki beinn aðili málsins, sem rekið er á milli Eftirlitsstofnunar EFTA og íslenska ríkisins.

Þar segir:

„Í janúar síðastliðnum ógilti EFTA-dómsstóllinn fyrri ákvörðun ESA um að ekki þætti tilefni til að opna á slíka rannsókn. Ákvörðunin nú felur ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu og gæti ESA að lokinni rannsókn komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um að ræða ríkisaðstoð eða að ríkisaðstoðin sé í samræmi við EES samninginn að hluta eða öllu leyti.

Það er afstaða Fjarskipta að ekki sé um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða þar sem samningur félagsins um leigu á téðum ljósleiðara  hafi verið gerður á grundvelli útboðs. Stjórnendur félagsins munu fylgjast með framvindu rannsóknarinnar og vera málsaðilum innan handar sé þess óskað.“