Samstaða virðist ríkja meðal helstu aðila vinnumarkaðarins um að tími sé kominn til breyttra áherslna í íslensku menntakerfi. Undir þetta taka fulltrúar bæði framhaldsog háskóla og virðist Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra einnig taka í svipaðan streng.

„Atvinnulífið þarf að byggjast meira upp á þekkingariðnaði en hefur verið. Til þess að það sé hægt er góður hópur af vel menntuðu og vel þjálfuðu tæknifólki eitt af lykilatriðunum,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. HR hélt á dögunum málþing undir yfirskriftinni „Íslenskt atvinnulíf kallar á tæknimenntun“. Viðburðurinn var ekki sá fyrsti af því tagi því á síðustu vikum hafa bæði Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins vakið athygli á skorti á iðn- og tæknimenntuðu fólki.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Orka og iðnaður sem fylgdi með síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.