Að sögn Árna Odds Þórðarssonar, forstjóra Eyris Invest, byggjast kaup þeirra í Össuri á þeirri trú að félagið sé undirverðlagt. Það birtist meðal annars í því að greiningardeildir hér heima og erlendis hafi gefi út verðmat upp á gengið 130-140 en í dag séu viðskipti á genginu 113.

?Við teljum að félagið sé undirverðlagt og einnig teljum við að greiningardeildirnar taki ekki mið af mögulegum ytri vexti félagsins í mati sínu. Þau félög sem hafa sýnt það í fortíð að þau geti stækkað á arðsaman hátt með ytri vexti, skapa aukin verðmæti fyrir hlutahafa til framtíðar. Þannig má segja að mörg íslensku útrásarfélaganna séu undirverðlögð og það á við um Össur.?