Skuldabréfasérfræðingurinn Bill Gross, telur 50% líkur á vaxtahækkunum á morgun, en þá mun Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynna ákvörðun peningastefnunefndarinnar.

Ef vextir verða hækkaðir, mun það líklegast hafa umtalsverðar afleiðingar á fjármálamarkaði heimsins, sem teljast afar viðkvæmir um þessar mundir.

Samkvæmt gögnum CME Group, telja aðilar á markaði einungis 18% líkur á stýrivaxtahækkunum. Fjöldi þeirra sem hræðast hækkanir hefur þá aukist frá því á mánudaginn, en þá töldu um 12% vaxtahækkun handan við hornið. Um 23,1% telja vexti hækka í nóvember, en um 59,8% telja þá hækka í desember.

Bill Gross hefur ráðlagt viðskiptavinum sínum að losa sig við nánast öll verðbréf. Hann hefur einnig gagnrýnt stefnu alþjóðlegra seðlabanka og veðjar meira á húsnæði og gull um þessar mundir. Hann hefur notið mikils frama í fjárfestingarheiminum, þá sérstaklega fyrir lunkin skuldabréfaviðskipti.

Í dag stýrir hann 1,5 milljarða dala sjóð skuldabréfasjóð, sem hefur náð 4,6% ávöxtun. Það þykir gífurlega gott í því lágvaxtaumhverfi sem ríkir í Evrópu og bandaríkjunum.