Líkurnar á að Grikkland yfirgefi evrusvæðið á næstu tólf til átján mánuðum eru nú 90%, að mati Willem Buiter, aðalhagfræðings Citi. Hann telur það nærri öruggt að Grikkir hætti að nota evruna.

Í nýrri skýrslu Citi um efnahag Grikklands eru líkurnar hækkaðar í 90% en voru áður 50 til 75%. Mestar líkur eru taldar á að ríkið yfirgefi evrusvæðið á næstu tveimur til þremur ársfjórðungum, að því er kemur fram í frétt CNBC um málið.