Bréf Føreyja Banka munu hækka á komandi dögum vegna mikillar eftirspurnar, að mati greiningardeildar Glitnis. Viðskipti hófust í dag með bréf félagsins og eru flest viðskiptin í Kauphöllinni með bréf Føreyja Banka.

Eftirspurn í útboði eftir bréfum var 26 sinnum meiri en framboðið. ?Hluthöfum félagsins fjölgaði um 15.000 í kjölfar útboðsins þar af um 9.000 í Færeyjum. Yfir 50% þeirra hluta sem í boði voru enduðu hjá Færeyskum fagfjárfestum og einstaklingum,? segir greiningardeildin.

Hún segir að í kjölfar mikillar eftirspurnar var ákveðið að verðið á hlut yrði 189 DKK. ?Vænt V/H hlutfall fyrir árið 2007 er 16,2 og V/I hlutfall 1,5. Í lok 1F 2007 námu heildareignir félagsins 82 mö.kr. og eigið fé nam 15 mö.kr. Staða eigin fjár er mjög sterk en eiginfjárhlutfall (e. CAD) bankans er 23% til samanburðar við markmið bankans um 12% eiginfjárhlutfall.

Kennitölusamanburður við íslensku bankanna sýnir að V/I hlutfall Føroya Banka er mun lægra en íslensku bankanna en meginhluti tekna bankans kemur af útlánastarfsemi. Stefnt er að eflingu þóknanatengdrar starfsemi. V/H hlutfall Føroya Banka er hinsvegar nokkru hærra en þeirra íslensku,? segir greiningardeildin.