Krónan mun haldast veik enn um sinn vegna dýpri og langvinnari vandræða á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, að mati greiningardeildar Landsbankans.

„Gengisvísitalan ætti því að sveiflast í kringum 155 vísitölustig fram á næsta ár. Þrátt fyrir krónan sé nú í veikingarfasa, gerum við ekki ráð fyrir frekari veikingu nema í skamman tíma í senn. Krónan styrkist svo nokkuð árið 2009 vegna jákvæðra langtímahorfa,“ skrifar greiningardeildin.