*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Erlent 15. júlí 2008 11:24

Telur að samrunar og yfirtökur muni aukast á seinni helmingi ársins

Ritstjórn

Barry Norris, meðeigandi hjá Argonaut Capital, sem stýrir fjáreignum fyrir tvo milljarða dollara í Evrópu, telur að samrunar og yfirtökur á fyrirtækjum muni aukast á seinni helmingi ársins.

Ástæðan er að stjórnendur fyrirtækja eru ekki jafn svartsýnir og fjárfestar. Hann segir suma stjórnendur meira að segja nokkuð bjartsýna, að því er fram kemur í frétt Dow Jones.

Aukin heldur segir Norris, sé litið fram hjá fjármálafyrirtækjum, er efnahagsreikningur fyrirtækja almennt sterkur og sum þeirra hafi allnokkrar fjárhæðir umleikis. Norris segir verðmöt fyrirtækja líta vel út fyrir langtímafjárfesta.