David Cameron, forsætisráðherra Breta, sagði í dag að honum þætti miður að breska þingið hefði ákveðið að styðja ekki hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Hann vonaðist samt að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, myndi skilja að hann þyrfti að hlusta á óskir fólks síns.

„Ég held að bandarískur almenningur og Obama forseti muni skilja þetta,“ sagði Cameron eftir að þingið kaus gegn tillögu hans um hernaðaríhlutun í Sýrlandi.

„Ég hef ekki talað við hann frá því að umræðurnar og atkvæðagreiðslan fór fram í þinginu en ég býst við því að tala við hann á næstu dögum,“ segir hann.

Reuters greindi frá.