Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Morgunvaktina á RÚV, að kosningabandalag hér á landi væru óvenjuleg. Hann benti á það að tveggja flokka stjórnir væru alla jafna venjan frá árinu 1991.

Hann telur jafnframt að það geti veikt samningsstöðu minni flokka við stjórnarmyndun eftir kosningar. Gunnar Helgi taldi það því tvíbent fyrir flokka nær miðjunni að búa til bandalag fyrir fram. Haft er eftir Gunnari Helga að það væri því hægt við að einhverjum kjósendum lítist ekki á hvar miðja ríkisstjórnar yrði og kjósi þá frekar til hægri fyrir vikið.

Veikari samningsstaða Bjartrar framtíðar

Í grein Eyjunnar , er haft eftir Þorsteini Pálssyni, fyrrum forsætisráðherra, að Björt framtíð væri að yfirgefa miðjuna og missi þar með samningsstöðu.

„Björt framtíð átti alltaf þann kost að semja við vinstri flokkana eftir kosningar. Einu málefnalegu áhrifin eru þau að Björt framtíð missir samningsstöðu. Nú hefur hún fyrir fram bundið sig í þetta samstarf án þess að búið sé að gera út um málefnin. Eftir kosningar hefur hún því mjög veika samningsstöðu um málefni,“ er haft eftir Þorsteini.