Gífurlegra fjármuna krefst að byggja upp kerfi til að halda úti áætlunarflugi til Bandaríkjanna. Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hóf flug til New York í maí og stefna forsvarsmenn Wow air að hefja flug vestur um hafi í vor. Bjørn Kjos, framkvæmdastjóri norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, segist í samtali við netmiðilinn Túrista , draga í efa að áætlanir Wow air gangi upp.

Kjos viðurkennir þó í samtali við netmiðilinn að hann þekki ekki nægilega vel til Wow air.

Túristi segir Norwegian stefna á að fljúga til Orlando og Ft. Lauderdale í Flórída á næstunni. Icelandair hefur einmitt flogið þangað í mörg ár. Kjos segir ekki stefnuna þá að bola Icelandair í burtu heldur stækka markaðinn. Sjálfur segist Kjos fljúga með Icelandair til Seattle í Bandaríkjunum.