Neel Kashkari, einn mannanna á bak við björgunaraðgerðir bandaríska ríkisins eftir fjármálahrunið 2008, telur bankakerfið vestanhafs enn vera 'of stórt til að klikka' . Kashkari starfar nú sem seðlabankastjóri Minneapolis, en hann hélt ræðu við athöfn hjá Brookings Institution í dag. Smella má hér til þess að horfa á ræðuna í heild sinni.

Meðal annars sagði Kashkari að Dodd-Frank löggjöfin, sem miðar að því að herða reglugerðir og brjóta banka sem verða of stórir í minni búta - auk þess sem það gerir sérstökum stofnunum kleift að hafa meiri afskipti og eftirlit með fjárfestingarbönkum, hafi ekki gengið nógu langt í að vera forvörn fyrir fjárhagslegum hrunum.

Kashkari sagði við athöfnina að seðlabanki Minneapolis starfaði nú við að hanna frumvarp að löggjöf sem gengi lengra en Dodd-Frank lögin, og gerðu bönkum kleift að gera mjög stór rekstrarmistök án þess að það komi niður á skattgreiðendum eða valdi gífurlegu efnahagstjóni, en eins og vitað er tók bandaríska ríkið sig til og bjargaði stærstu bönkunum frá algeru hruni í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008.