Betra er að bújarðir séu í eigu bænda sem reki þær sjálfir í stað þess að félög eigi þær. Þetta er met Sigurðar Hreinssonar, formanns Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hann segir í samtali við RÚV sögu fjárfestingarfélagsins Lífsvals, sem stóð í umfangsmiklum jarðakaupum og búrekstri víða, sýna að fjármagn sé ekki ávísun á rekstrarhagnað.

Lífsval keypti tæplega 50 jarðir og greiðslumark víða um land á árunum fyrir hrun og rak nokkur bú, þar á meðal stærstu kúabú landsins. Á endanum gekk Landsbankinn að veðum, tók félagið yfir og segir RÚV nú um helming jarðanna hafa verið seldar.