Hagfræðingurinn Steve Hanke, prófessor í hagfræði við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum, telur ákvörðun El Salvador um að gera bitcoin að lögeyri heimskulega og varar við hruni í hagkerfi landsins. Business Insider greinir frá.

Hanke, sem hefur einnig starfað sem ráðgjafi í ríkisstjórn Ronald Reagan, telur að hagsmunir glæpamanna hafi spilað stóran þátt í að rafmyntin hafi verði gerð að lögeyri. Þá efast hann um að notkun bitcoin sem lögeyris eigi eftir að ganga vel í landi þar sem að fæstir ríkisborgarar eiga bankareikning.

Sjá einnig: Vill gera Bitcoin að lögeyri

Í dag er Bandaríkjadollari lögeyrir El Salvador en Hanke telur að eigendur bitcoin í Rússlandi og Kína geti notfært sér þegna El Salvador til að tæma landið af Bandaríkjadollurum í skiptum fyrir rafmyntina. Þá er

Nýverið samþykkti ríkisstjórn landsins frumvarp þess efnis að gera bitcoin að lögeyri með 62 atkvæðum af 84. Stefnt er að því að rafmyntin verði gerð að lögeyri innan 90 daga og þurfa fyrirtæki þá að taka við bitcoin sem greiðslu nema þau búi ekki yfir tækninni til þess. Auk þess verður hægt að greiða skatta með myntinni.