Rekstur Bang & Olufsen er með ágætum en hlutabréf félagsins eru of hátt verðlögð og því ekki áhugaverð fjárfesting. Þetta er skoðun greinandans Jacob Pedersen hjá Sydbank og er greint frá þessu í netútgáfu danska viðskiptablaðsins Børsens.

Afkoma Bang & Olufsen á þriðja reikningsári er tilefni þessara ummæla en Pedersen er að breyta mati sínu á B&O en bréf félagsins hafa hækkað um 360% á síðustu fimm árum.

"Það er ekkert í reikningum félagsins til að stökkva hæð sína yfir," segir Pedersen en hann mælir með að fjárfestar undirvogi bréf félagsins í hlutabréfasafni sínu. þess ber þó að geta að mat á bréfum félagsins er mjög mismunandi eftir greiningaaðilum og því ljóst að markaðurinn er dálítið tvístígandi í afstöðu sinni.

Uppgjör félagsins sýndi lægri veltu en vænst var og lækkuðu bréf félagsins um 3% í gær.

FL Group á 11,3% hlut í Bang & Olufsen en fyrst var greint frá innkomu félagsins í hluthafahóp  B&O þann 17. febrúar 2006.