Ekki er einsýnt að skipt verði um seðlabankastjóra, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann segir Má Guðmundsson, sem var ráðinn til starfans mjög reyndar hagfræðing sem hafi starfað víða um heim. Sigmundur ræddi um málefni Seðlabankans í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar í morgun. Þar sagði hann m.a. virðast sem misskilnings gæti í umfjölluninni um bankann, stefnu hans og sjálfstæði. Hann benti á að í lögum eins og þau eru nú þá geti bankinn unnið að stefnu stjórnvalda og hafi sjálfstæði til að leggja mat á vexti. Engu að síður sagði Sigmundur bankann ekki hafinn yfir gagnrýni og sé mikilvægt að ræða vaxtastefnu seðlabankans.

„Vaxtastefnan vinnur ekki með því sem er að gerast hérna,“ sagði Sigmundur og taldi til  ýmisleg jákvæð teikn í efnahagslifinu þrátt fyrir gjaldeyrishöft.

VB.is hefur talsvert fjallað um Má Guðmundsson seðlabankastjórna og Seðlabankann síðustu daga. Honum þarf að tilkynna í síðasta lagi í dag ef staða seðlabankastjóra verði auglýst laus til umsóknar. VB.is sagði í gær stöðuna ekki verða auglýsta.