Í lok júní birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Í skýrslunni er sjóðurinn afdráttarlaus þegar kemur að frekari beitingu þjóðhagsvarúðartækja til að halda aftur af vaxandi kerfisáhættu vegna stöðunnar á fasteignamarkaði - grípa þurfi til frekari ráðstafana í þágu þjóðhagsvarúðar. Í skýrslunni segir einnig að til þess að stuðla að viðráðanlegu húsnæðisverði megi stjórnsýslan ekki vera dragbítur á byggingageiranum, draga þurfi úr ívilnunum til fasteignaeigenda og styðja með hagkvæmari hætti við leigjendur.

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir bankann meðvitaðan um tillögur sjóðsins, en það sé mat fjármálastöðugleikanefndar og bankans að þau stjórntæki sem hann býr yfir séu á réttum stað í dag, og frekari aðgerða því ekki þörf að svo stöddu. Þessi mál séu þó að sjálfsögðu skoðuð á hverjum fundi nefndarinnar.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.