*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Erlent 20. apríl 2016 16:00

Telur Evrópu hafa misst trú á ESB

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópu telur að Evrópusambandið hafi gengið of langt í að skipta sér af lífum fólks.

Ritstjórn

Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu, segir að Evrópubúar hafi misst trú á Evrópusambandinu. Þetta sagði hann í ræðu á Evrópuþinginu Í Strasbourg. Fréttaveita EurActiv segir frá þessum ummælum Juncker.

Meðal annars sagði Juncker í ræðu sinni að Evrópusambandið hefði skipt sér of mikið af lífum fólks - og að of mikil löggjöf um hið ýmislega hefði verið sett yfir svæðið. Evrópa, sem verkefni, hefði þá misst mikinn gljáa, og sé ekki jafn aðlaðandi og hún hafi áður verið.

„Ein ástæða þess að Evrópubúar eru að stíga skref í burtu frá hinu evrópska verkefni er sú að við höfum skipt okkur um of af persónulegum lífum þeirra og á of mörgum svæðum þar sem hvert ríki fyrir sig er hæfara til þess að bregðast sjálft við,” sagði Juncker meðal annars í ræðu sinni.

Stikkorð: ESB Evrópa Juncker EU