Reynir Grétarsson, stofnanda Creditinfo sem fer með ráðandi hlut í Gavia, segir kaup félagsins í Sýn hafa átt nokkurra vikna aðdraganda. Gavia varð stærsti hluthafinn í Sýn byrjun síðustu viku með 16% hlut, en hluturinn var að mestu keyptur af Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar. Heiðar tilkynnti í kjölfarið að hann hyggðist láta af störfum fyrir félagið.

„Arion banki og Jón Skaftason kynntu þá hugmyndina fyrir okkur að kaupa hluti í Sýn og reyna að hámarka verðmæti hluthafa. Annaðhvort með því að koma markaðnum í skilning um hvað þetta er frábært fyrirtæki, sem við teljum það vera, eða þá að gera einhverjar breytingar,“ segir Reynir. Í kjölfarið hafi komið í ljós að Heiðar hafi verið opinn fyrir því að selja hlut sinn í Sýn.

„Þetta passaði allt. Það voru menn sem vantaði fjárfesti inn í þessa hugmynd og breytingar hjá Heiðari. Þannig að við ákváðum að Infocapital, fjárfestingafélagið mitt, myndi taka við rúmlega helmingi í Gavia Invest og við ætlum að halda því.“

Lengi undrast lágt gengi Sýnar

Reynir segist hafa fylgst vel með rekstri Sýnar á síðustu árum enda hafi hann þekkt Heiðar frá því fyrir aldamót. „Ég hef fylgst vel með þessu hjá honum og undrast að félagið sé ekki metið hærra. Það er svo mikið af flottum eignum og rosalegur mannauður í þessu fyrirtæki. Vodafone er flaggskipið en það eru miðlar þarna eins og Vísir og Bylgjan til dæmis sem eru yfirburðar miðlar á sínu sviði. sem eru yfirburða miðlar á sínu sviði. Að ógleymdum innviðaeignum félagsins en innviðir eiga með réttu að njóta hárrar verðlagningar á markaði.“

Forsvarsmenn Gavia sjái ýmsa kosti í stöðunni fyrir Sýn, og þá geti það verið hollt að fá ný og fersk augu á félagið.

Nánar er rætt við Reyni um kaupin í Sýn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.