Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, telur að aðgerðir sem ríkisstjórnin boðaði um helgina varðandi niðurfellingu skulda heimila séu raunhæfar.

„Já, mér sýnist að það sé ýmislegt jákvætt í þessu og vonandi verður þetta til þess að við getum náð að ljúka þessum kafla og snúa okkur að öðru. Þetta er almenn aðgerð , en verður þó ekki til þess að hjálpa öllum. Sumir munu standa jafn illa eftir sem áður. Það er alvetg ljóst. Það voru ekki allir með verðtryggð lán á þessu tímabili og svo er það spurning hvort allir geti lagt fram séreignarsparnað. Það held ég ekki,“ sagði Steinþór í samtali við Morgunblaðið í dag.

Steinþór segir að Landsbankinn muni taka þessu með jákvæðum hætti og bankinn sé tilbúinn til þess að vinna með stjórnvöldum að útfærslu.