„Þetta myndi styrkja markaðinn mjög mikið,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið í dag að Bankasýsla ríkisins sé að meta kosti og galla þess að skrá eignarhlut ríkisins í Landsbankanum tvíhliða á innlendum og alþjóðlegum markaði og skoða sölu á eignarhlut innlendra lífeyrissjóða, annarra fagfjárfesta eða sérhæfðra alþjóðlegra fjárfesta í fjármálafyrirtækjum.

Fréttablaðið hefur eftir Páli að hann sé jákvæður í garð slíkra hugmynda.

„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það vanti enn þá stærri fyrirtæki inn á markaðinn og smærri líka – meiri fjölbreytileika – og það væri klár ávinningur í þessu,“ segir hann og bætir við að markaðurinn muni ráða við skráningu af þessari stærð. Hann bendir þó á að ein af forsendunum fyrir skráningunni sé að endursemja um 300 milljarða króna skuld nýja Landsbankans við þann gamla.