Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Mbl.is að hann sjái það ekki þjóna hagsmunum félagsins að taka þátt í íslensku smávísitölunni - eins og áður hefur komið fram.

„Við erum að birta upplýsingar einir á markaði fjórum sinnum á ári og erum í rafrænum samskiptum við Hagstofuna og teljum það nóg,“ er haft eftir honum. Skylda félagsins er að birta fjórum sinnum á ári tölur yfir rekstur og afkomu.

„Ég tel okkur vera að sinna skyldum okkar að fullu,“ er enn fremur haft eftir Finni. Sagt var frá því í morgun að smásölurisinn Hagar hefur tilkynnt Rannsóknasetri verslunarinnar að félagið vilji ekki lengur taka þátt í íslensku smásöluvísitölunni — þar sem að það þjóni ekki hagsmunum félagsins lengur. Smávöruvísitölunni var sett á stofn árið 2002 og hafa aðilar á borð við greiningardeildir bankanna, Seðlabanki Íslands, Hagstofan, og fleiri aðilar nýtt sér hana við greiningu. Vísitalan mælir breytingar á veltu í smávöruverslun.