Norska fjármálaeftirlitið komst í gær að þeirri niðurstöðu, að Kaupþing og Exista teldust ekki eiga í samstarfi um eignarhald á hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Kaupþing keypti 20% hlut í félaginu 14. maí síðastliðinn, en hafði áður sótt um fá að kaupa fjórðung, eða 25% og verið synjað um það af norska fjármálaeftirlitinu. Exista keypti 5,56% í Storebrand í byrjun ágúst og í kjölfarið tók eftirlitið til skoðunar hvort um væri að ræða samstarf um samanlagðan eignarhlut, en Exista er stærsti eigandi Kaupþings með 23% hlutafjár.

Sjá nánari umfjöllun í Viðskiptablaðinu í dag.