Greiningardeild Landsbankans reiknast  til að meðalkaupverð FL Group á hlutum TM sé um 45,4 kr. hlut sem er um 18,5% hærra en meðalgengi hlutabréfa TM á þessu ári. "Við teljum kaupverðið vera hátt, þrátt fyrir að stór hluti þess sé greiddur með útgáfu á nýju hlutafé," segir í Vegvísi Landsbankans.

Greiningardeildin bendir ennfremur á að afkoma af vátryggingastarfsemi TM hafi verið óviðunandi í nokkur ár en hagnaður félagsins komið frá fjárfestingastarfsemi. Viðsnúningur í vátryggingarekstrinum er því forsenda þess að kaupverðið standi undir sér telur greiningadeildin.


Markaðsvirði á móti bókfærðu virði (P/B) TM í þessum viðskiptum er um 1,9 að teknu tilliti til tekjuskattsskuldbindingar. Þar sem kaupin í dag eru fjármögnuð með hlutafé í FL Group breytist eiginfjárhlutfall FL Group lítið og er enn um 30% að teknu tilliti til eigna utan efnahags.