Aðalsteinn E. Jónsson, lögmaður Landsbankans, heldur því fram að lán sem bankinn veitti Motormax ehf. hafi verið í erlendri mynt, en ekki gegnstryggt krónulán. Málflutningur í málinu hófst í dag kl.13:00 fyrir Hæstarétti. Áður hafði Héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að um gengistryggt krónulán væri að ræða og því ólöglegt lán. Þetta kemur fram í frétt Mbl.

Dómsmálið varðar fyrirtækjalán upp á 150 milljónir króna í myntkörfu sem Landsbankinn veitti Mótormax árið 2007. Sumarið 2009 var Mótormax gjaldþrota og gerði Landsbankinn 275 milljóna kröfu í þrotabúið. Aðalsteinn segir í málflutningi sínum að lánið sé skilgreint sem erlent lán í lánasamningi, þar sem það hafi verið greitt út í erlendir mynt og endurgreitt í erlendir mynt og jafnframt hafi allar tilkynningar, kvittanir og vaxtaskuldbinding verið í erlendri mynt.

Er þetta í fyrsta skipti í sjö ár sem Hæstiréttur er fullskipaður með sjö dómurum. Málaflutningar fyrir hæstarétti var 5. maí síðasliðinn og búist var við dómi stuttu eftir það. Svo var ekki og þess í stað barst óvænt tilkynning um annan málaflutning sem nú fer fram.  Það að nýr málaflutningur eigi sér stað og dómur Hæstaréttar verði fullskipaður þykir til marks um alvarleika málsins. Tapist mál Landsbankans mun dómurinn hafa mikið fordæmisgildi fyrir önnur fyrirtæki í landinu. Jafnframt yrðu afleiðingar gríðarlegar fyrir stöðu Landsbankans ef niðurstaðan verði notuð um önnur fyrirtæki með samskonar lán hjá bankanum. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum er allt að 80% erlendra lána til fyrirtækja með eins lán og Mótormax. Verði öll erlend lán af þessum toga talin ólögmæt, yrðu neikvæð áhrif á eignastöðu bankans að hámarki um 16 milljarðar króna.