Of margir evrópskir bankar hafa haldið velli á síðastliðnum árum. Fleiri bönkum hefði mátt vera slitið, segir Andrea Enria, stjórnarformaður evrópska fjármálaeftirlitsins, í samtali við Allgemeine Zeitung.

„Ég er sannfærður um að of fáir bankar hafi horfið af markaðnum,“ segir hann í samtali við blaðið. „Þetta eru innan við 40 stofnanir en í Bandaríkjunum eru þær um 500,“ segir hann.

„Fjármálaeftirlitið hefur borið ábyrgð á álagsprófum á evrópskum bankamörkuðum. Stofnunin hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að hafa slakað á kröfum að undanförnu,“ segir Enria.

Hér má lesa meira um viðtalið við Enria.