Frá stofnun Íslandsbanka hafa um 35.000 einstaklingar og um 4.100 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung.

Birna Einarsdóttir, bankstjóri Íslandsbanka, telur ólíklegt að fyrirtækin þurfi aftur á endurskipulagningu að halda eins og víða hefur verið rætt um.