„Athyglisvert er í þessu samhengi að skoða fjölda umsækjenda um opinberar stöður nú á tímum mikils atvinnuleysis og óöryggis á vinnumarkaði,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, í grein um klíkuskap í ráðningum í opinber embætti á Íslandi.

Leiðir hún að því líkum að slíkt orðspor fæli umsækjendur frá og þá sérstaklega þar sem umsækjendur um opinber störf megi oftar en ekki búast við að nöfn þeirra verði birt opinberlega.

„Slík birting getur verið einstaklingum viðkvæm og mögulegt að orðspor um klíkuskap letji annars hæft fólk til að sýna störfum áhuga,“ segir Guðlaug. Bendir hún í því samhengi á að aðeins fjórir sóttu um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. „Orðspor um klíkuskap er skaðlegt eitt og sér, þótt ekki sé endilega sannað að hann viðgangist.“ segir Guðlaug.