*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Erlent 2. mars 2016 13:24

Telur óþarfa að lögsækja Apple

Hátt settur yfirmaður innan Apple telur mögulegt fyrir FBI að komast hjá því að berjast við Apple fyrir dómstólum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur átt í deilum við tæknirisann Apple varðandi beiðni lögreglunnar um aðstoð við að aflæsa snjallsíma San Bernardino-hryðjuverkamannsins. Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um málið áður.

Snjallsími hryðjuverkamannsins er af gerðinni iPhone 5c, sem þýðir að ekki er hægt að aflæsa honum með fingrafari árásarmannsins. Þá er síminn búinn þjófavörn sem eyðir öllum gögnum af honum ef vitlaust lykilorð er slegið inn oftar en 10 sinnum.

Hægt er að komast hjá þessari þjófavörn, segir Bruce Sewell, varaforseti Apple, sem bar vitnisburð fyrir dómstólum á Capitol Hill í gær. Mögulegt er að gera hundruð afrita af harða disk snjallsímans, sem er hægt að prófa tíu tölur á að hverju sinni, án þess að upprunalega gagnasafnið sé í hættu.

Að sögn FBI hefur rannsóknarteymi lögreglunnar gert allt sem hægt er að gera til þess að aflæsa símanum. Það hafi þá verið þeirra síðasta úrræði að biðja Apple um hjálp - ef hægt hefði verið að opna símann í hljóði og vandkvæðalaust hefði það verið gert. Þó var ekki sagt til um hvort þessi ofarnefnda aðferð hefði verið reynd.

Stikkorð: Apple FBI iPhone Tim Cook Hryðjuverk