Fjármálaráðuneytið telur ekki æskilegt að stíga enn hraðari skref til rýmkunar heimilda lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga að svo stöddu, m.a. þar sem „spár um ytri stöðu þjóðarbúsins [hafa] dökknað og aðgengi hagkerfisins að erlendu fjármagni versnað“. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjármálaráðuneytið sendi efnahags- og viðskiptanefnd í gær.

Samkvæmt gildandi lögum má gjaldeyrisáhætta lífeyrissjóða nema að hámarki helmingi eigna þeirra. Án afleiðusamninga þýðir þetta að sjóðirnir megi að hámarka fjárfesta 50% af eignum í erlendum gjaldeyri.

Á fyrri hluta síðasta árs kynnti fjármálaráðuneytið áform um að hækka hlutfallið um eitt prósentustig ár hvert þar til það myndi ná 65% árið 2038.

Landssamtök lífeyrissjóða og forsvarsmenn nokkurra lífeyrissjóða gagnrýndu að of hægt væri farið í að rýmka heimildir sjóðanna til fjárfestinga erlendis. Ráðuneytið brást við með því að leggja til að innleiðingarferlinu yrði hraðað.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði