„Við þurfum ekki frekari uplýsingar um það hvort við viljum nýta íslenskar orkuauðlindir og hvort við viljum fórna mögulegum tækifærum í grænum iðnaði. En við þurfum að gæta okkar hagsmuna,“ segir Ragnheiður Elínar Árnadóttir, iðnaðarráðherra - og viðskiptaráðherra, þegar hún ræddi um lagningu raforkustrengs til Bretlands á Alþingi í dag. Hún vill að Alþingi taki fullan þátt í umræðum og ákvörðunum sæstrenginn, fela starfshópi að kanna ítarlega afmarkaða þætti um lagningu hans, þjóðhagsleg áhrif, hefja könnunarviðræður við samningsaðila og hugsanlegar ívilnanir fyrir afhendingu orku um sæstrenginn. Ragnheiður sagði mikilvægt að þjóðarsátt náist áður en ráðist verður í lagningu sæstrengsins enda muni hann hafa víðtæk áhrif þótt óljóst sé hver þau verði.

Verði af lagningu sæstrengsins þá verður þetta einn lengsti sæstrengur sem lagður hefur verið í heimi.

Ragnheiður Elín sagði ljóst að í kjölfar lagningar sæstrengs muni raforkuverð hækka, þar á meðal til almennings. Einhvers konar niðurgreiðslukerfi geti verið komið á til að hindra slíkar hækkanir. Það sé þó alltaf pólitísk ákvörðun hvort niðurgreiða skuli rafmagn og hverjir eigi að njóta slíkrar niðurgreiðslu.

„Það er ljóst að til að af framkvæmd geti orðið þá þarf að ráðast í frekari virkjanaframkvæmdir til að framleiða rafmagn fyrir sæstrenginn,“ sagði Ragnheiður Elína og mælti jafnfram til þess að skoðuðu verði hugsanleg umhverfisáhrif af hans völdum, s.s. vegna byggingu virkjana, áhrif á fiskistofna, hvali og fleira.