Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Aska Capital, kveðst þeirrar hyggju að æskilegast væri fyrir íslenska fjármálakerfið í heild sinni að einhverjir stóru bankanna sameinuðust og nefnir hann sérstaklega Glitni og Landsbankann í því sambandi.

Tryggvi Þór bryddaði upp á slíkri bankasameiningu á Viðskiptaþingi á miðvikudag og kvaðst telja að skera þyrfti upp íslenskt viðskiptalíf þar sem hefðbundin hagstjórnarráð á borð við vaxtabreytingar væru ekki nægjanleg viðbrögð við núverandi umróti á mörkuðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .