Ragnar Þórisson
Ragnar Þórisson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ragnar Þórisson, sjóðsstjóri og stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, greiddi 15 milljónir króna í sekt og álag ríkisskattstjóravegna tekna af framvirkum skiptasamningum árið 2011. Þetta er 125% af raunhagnaði í viðskiptunum, að því er fram kemur í greinargerð verjanda Ragnars. Aðalmeðferð hófst í máli Ragnars í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Embætti sérstaks saksóknara ákærði hann í í fyrrafyrrahaust vegna skattsvika.

Í ákærunni er Ragnari gefið að sök að hafa ekki talið fram 120 milljóna króna fjármagnstekjur árið 2007. Tekjurnar hafi verið til komnar vegna uppgjörs tveggja framvirkra skiptasamninga við MP banka. Samkvæmt því áttu skattgreiðslur að nema um 12 milljónum króna.

Í greinargerð verjanda Ragnars kemur m.a. fram að 120 milljóna króna hagnaður hafi verið af tveimur samninganna árið 2007. Á móti hafi fimm samningar skilað 108 milljóna króna tapi. Raunhagnaður Ragnars á árinu, samkvæmt því sem fram kemur í greinargerðinni, nam því 12 milljónum króna.

Vantaldir tekjur um 800 milljónir

Þetta er sambærilegt mál og embætti sérstaks saksóknara hefur ákært Eirík Sigurðsson, löngum kenndur við matvöruverslanirnar 10-11 og Víði, fyrir. Í því máli eru Eiríkur og endurskoðandi hans sakaðir um að hafa dregið tap nokkurra samninga frá hagnaði þeirra og vantalið tekjur af framvirkum samningum um rúmar 800 milljónir króna. Fyrirtækjum muni heimilt að gera slíkt en ekki einstaklingum.